Tvísköttunarsamningur við Albaníu

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. mbl.is/Ernir

Undirritaður hefur verið samningur milli Íslands og Albaníu til að komast hjá tvísköttun og nær samningurinn til tekjuskatta.  Af hálfu Íslands undirritaði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra samninginn og af hálfu Albaníu Ditmir Busahti utanríkisráðherra landsins. 

Þetta kemur fram í frétt frá fjármálaráðuneytinu.

Helstu efnisatriði samningsins eru þau að afdráttarskattur af arði er 5% ef félagið sem móttekur arðinn á am.k. 25% í félaginu sem greiðir arðinn en í öðrum tilvikum er 10% afdráttarskattur. Jafnframt var samið um 10% afdráttarskatt af bæði vöxtum og þóknunum. 

Á næstu mánuðum munu stjórnvöld vinna að fullgildingu samningsins í báðum samningsríkjunum. Vonast er til að samningurinn komi til framkvæmda 1. janúar 2016. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert