Búast má við snjókomu og krapa á fjallvegum

Svona er umhorfs á Öxnadalsheiði samkvæmt vefmyndavél Vegagerðarinnar.
Svona er umhorfs á Öxnadalsheiði samkvæmt vefmyndavél Vegagerðarinnar. mynd/Vegagerðin

Vegagerðin segir að síðar í dag sé spáð lægð með úrkomu sem fari hratt yfir skammt fyrir austan land. Í kvöld megi aftur reikna með snjókomu og krapa á fjallvegum norðanlands, einkum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum sem og á  Öxnadalsheiði og á Víkurskarði. 

Einnig megi gera ráð fyrir snjókrapa eystra s.s. á Fjarðarheiði og Fagradal í kvöld og fram á nóttina.

Þá sé líklegt að frysti með ísingu í nótt á Hellisheiði eftir að nái að létta til. Eins á Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði og jafnvel víðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert