Fjölmenni leitar að Markus

Við Látrabjarg.
Við Látrabjarg. mbl.is/RAX

Um 50 manns frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru nú við leit að þýskum ferðamanni í kringum Látrabjarg en hlé var gert á leitinni í vikunni þegar hún hafði engan árangur borið og frekari rannsóknarvinna var í gangi.

Leitað er vísbendinga á þeim slóðum sem vitað er að hann ók dagana áður en hann hvarf. 

Eng­ar nýj­ar vís­bend­ing­ar hafa borist um hvar Christian Mat­hi­as Markus, sem er 33 ára, sé að finna. 

Síðast sást til Markus yf­ir­gefa hót­elið í Breiðuvík í Vest­ur­byggð þann 18. sept­em­ber sl. Hann var einn á ferð, ók bíla­leigu­bif­reið af gerðinni Suzuki Grand Vit­ara. Sú bif­reið fannst mann­laus á bif­reiðastæðinu við Látra­bjarg 23. sept­em­ber sl.

Ef ein­hver hef­ur orðið var við ferðir Markus þá ósk­ar lög­regl­an á Vest­fjörðum eft­ir þeim upp­lýs­ing­um í síma 450-3730 eða í síma 112.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert