Vísbending um kólnandi veður

Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði.
Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði. mbl.is/Brynjar Gauti

Skafl­inn í Gunn­laugs­skarði Esj­unn­ar hef­ur ekki bráðnað að fullu í sum­ar að sögn Páls Bergþórs­son­ar veður­fræðings og fyrr­ver­andi veður­stofu­stjóra. „Skafl­inn er orðinn ansi lít­ill en mér sýn­ist á öllu að það séu litl­ir mögu­leik­ar á því að hann muni hverfa,“ seg­ir Páll. „Það þarf þónokk­urn hita til og það er orðið svo áliðið að ég myndi trúa að hann lifði sum­arið af.

Skafl­inn hvarf á hverju ári frá 2001 til 2010, en það var í fyrsta sinn sem hann hvarf í svo lang­an tíma sam­fleytt. Að sögn Páls helst það í hend­ur við það að ára­tug­ur­inn hafi verið sá hlýj­asti sem mælst hef­ur hér á landi. Þá hvarf hann einnig árið 2012, en árin 2011 og 2013 bráðnaði hann ekki að fullu. Páll seg­ir veru skafls­ins síðustu tvö árin geta verið vís­bend­ingu um að það sé að kólna í veðri, þrátt fyr­ir að mæl­ing­ar sýni það ekki.

Fjallað var um það á mbl.is í sum­ar að lík­legt þætti að skafl­inn myndi hverfa þetta árið þar sem mik­il hlý­indi voru í haust og sér­stak­lega frá ára­mót­um.

Reglu­lega hef­ur verið fylgst með skafl­in­um í Gunn­laugs­skarði, sem er vest­an í Kistu­felli Esju, allt frá ár­inu 1909 og raun­ar benda heim­ild­ir til þess að skafl­inn hafi ekki horfið í ára­tugi fyr­ir árið 1929, að minnsta kosti frá 1863.

Skafl­inn, sem er í um 820 metra hæð yfir sjó, bráðnar al­farið í hlýj­um árum áður en snjór tek­ur að safn­ast þar fyr­ir aft­ur að hausti, en á köld­um tíma­bil­um helst hann allt árið. Páll seg­ir eng­ar heim­ild­ir um að þessi skafl hafi horfið fyr­ir 1930, þá hófst hlý­inda­skeið sem stóð í þrjá­tíu ár og hvarf skafl­inn þá af og til. Um miðjan sjö­unda ára­tug­inn hófst kulda­tíma­bil og hafði skafl­inn ekki horfði á því fyrr en 2001.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert