Sjálfstæðisflokkurinn „eins og syrgjandi ekkja“

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. mbl.is/Árni Sæberg

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn þarf að standa und­ir því trausti sem hon­um hef­ur verið falið með for­ystu í ís­lensku sam­fé­lagi. Hann hét því að áhersl­an yrði á grunn­gild­in og for­gangs­röðun í rík­is­rekstri. Hann hét því að tak­ast á við rík­is­rekst­ur­inn en ekki bara að skera niður í fram­kvæmd­um. Hann hét því að leiða land og þjóð úr kreppu. Þetta get­ur hann ekki nema hann hætti að haga sér eins og syrgj­andi ekkja.“

Þetta seg­ir Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyja, á vefsíðu sína í kvöld. Lík­ir hann Sjálf­stæðis­flokkn­um eft­ir fall bank­anna við aðstæður syrgj­andi ekkju þar sem lífs­gleði hef­ur vikið fyr­ir sorg. Fyr­ir­tæki sem hún rak eð eig­in­manni sín­um gangi vel en ekki af sama krafti og áður. Eft­ir fall bank­anna hafi Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn talið „sæma sér best að sýna ábyrgð sína með því að axla einn ábyrgð á hrun­inu.“ Þannig væri það enn sex árum síðar. Eng­um blöðum væri um það að fletta að stjórn­mál­in á Íslandi hafi gert mis­tök í aðdrag­anda hruns­ins rétt eins og ann­ars staðar þar sem slíkt hafi gerst. „Það á við um alla flokka. Allt tal um að það hafi gerst á vakt eins um­fram ann­an er þvaður. Kjörn­ir full­trú­ar eru alltaf all­ir á vakt. Ef þeir hafa ekki orku í það þá eiga þeir að finna sér annað að gera.“ Elliði seg­ir að hin syrgj­andi ekkja Sjálf­stæðis­flokks­ins sé hins veg­ar kom­in á enda­stöð.

„Hinn al­menni flokksmaður vill ekki leng­ur að for­ystu­menn séu eins og mýs und­ir fjala­ketti. Við skömm­umst okk­ar ekki fyr­ir stefn­una. Ég er stolt­ur af því ef fjár­lög eru kennd við frjáls­hyggju. Það er ekki skamm­ar­yrði held­ur sú stefna að setja beri rík­is­valdi þröng tak­mörk, en treysta þess í stað aðallega á frjáls viðskipti og sjálfsprottn­ar venj­ur. Ég skamm­ast mín ekki fyr­ir að vera hægrimaður og er stolt­ur af því. Við vilj­um sýna í verki að við erum stolt af sögu okk­ar og ár­angri. Hinni syrgj­andi ekkju standa nú all­ir veg­ir fær­ir. Fyr­ir­tækið er sterkt, heim­ilið hlý­legt og börn­in vel gerð. Von­biðlarn­ir eru marg­ir og með þeim eða án þeirra er framtíðin björt. Fyr­ir­tækið geng­ur enn vel en það þarfn­ast meiri kraft og áræðni við stjórn­un þess til að það nái fyrri styrk.“

Pist­ill Elliða Vign­is­son­ar í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert