Hraunið í Holuhrauni er komið yfir veginn sem jarðvísindamenn nota til að komast að hrauninu. Flatarmál allrar hraunbreiðunnar var á föstudaginn um 44,2 km2, þar af er stóra hraunið 43,84km2 en það syðra enn 0,37 km2.
Kortið byggir annars vegar á ratsjármynd frá INSAR hópi, og hins vegar frá vettvangsathugunum eldfjallafræði og náttúruvárhóps Jarðvísindastofnunar. Litlar breytingar urðu á norðanverðum jaðrinum 27.9. en ekkert er hægt að fullyrða um suðurjaðarinn þann dag.