Snjóað hefur við við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Eldgosið er enn í fullum gang, en á morgun verður liðinn einn mánuður frá því það hófst.
Ekki hefur komið upp meira hraun í einu eldgosi á Íslandi síðan í Heklugosinu 1947. Nú er talið að yfir 0,5 rúmkílómetrar séu komnir upp af hrauni í gosinu, en í Heklugosinu árið 1947 er talið að um 0,8 rúmkílómetrar af hrauni hafi komið upp. Hraunið er þegar orðið stærra en Tröllahraun sem kom upp suðvestan við Bárðarbungu í gosi sem stóð yfir í 2 ár, árin 1862-1864.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er gasmengun nú suðaustur og austur af gosstöðvunum, á svæði frá Höfn í Hornafirði og norður að Reyðarfirði. Í nótt snýst vindur til suðaustanáttar og þá mun mengunarsvæðið færist til norðurs.