Spá vonskuveðri

mbl.is/Kristinn

Þrjár krappar lægðir koma upp að suðvesturströndinni næstu þrjá sólarhringa. Þeim fylgir sunnan og suðaustan stormur og talsverð eða mikil rigning um sunnan og vestanvert landið.

Veðurstofan vill vekja sérstaka athygli á veðurspá morgundagsins, mánudags sem og þriðjudags og miðvikudags.

Talsverður lægðagangur er nú á Norður Atlantshafi og næstu þrjá sólahringa koma upp að suðvesturströndinni þrjár krappar lægðir. Þeim fylgir sunnan og suðaustan stormur og talsverð eða mikil rigning um sunnan og vestanvert landið, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Á morgun, mánudag er spáð suðaustan 18-25 m/s á Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði. Það hvessir í nótt en veðurhæðin nær hámarki í fyrramálið og fram yfir hádegi. Spáð er suðaustan 15-23 m/s annars staðar á landinu á morgun, um og upp úr hádegi hvessir á Vestfjörðum og Suðausturlandi og síðdegis á norðaustanverðu landinu og á Austfjörðum. Talsverð úrkoma fylgir storminum, og mikil úrkoma er líkleg suðaustanlands.

Spáin fyrir þriðjudag og miðvikudag er eftirfarandi:

Á þriðjudag : Sunnan og suðaustan 15-23 m/s. Hvassast á Vesturlandi. Rigning, talsverð SA-lands en heldur hægari og rigning með köflum NA-til. Hiti 5 til 10 stig.
Á miðvikudag: Suðvestan 15-23 m/s og skúrir eða rigning en sunnan 10-15 m/s og úrkomulítið á Norður og Austurlandi. Hiti 5 til 9 stig.

VÍS hvetur húseigendur til að ganga vel frá lausamunum og koma þannig í veg fyrir hættu og skemmdir. Eins eru verktakar og aðrir sem bera ábyrgð á byggingarsvæðum hvattir til að gera viðeigandi ráðstafanir í tíma.

Talsvert vatnsveður fylgir lægðunum í vikunni. Á þessum árstíma er hætta á að trjálauf geti stíflað niðurföll og því mikilvægt að hreinsa frá þeim.

Ökumenn eru jafnframt beðnir um að skoða vel veður og vindafar áður en farið er á milli staða, sér í lagi á þekktum hviðusvæðum. Eins þarf að gæta þess að aka ekki í vatnsrásum sem geta orðið á götum. Við þær aðstæður er töluverð hætta á að bíll fljóti upp

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert