12,5 milljarðar teknir út

Úttekt séreignarsparnaðar hefur verið mun meiri á þessu ári en stjórnvöld höfðu gert ráð fyrir.

Samkvæmt upplýsingum embættis ríkisskattstjóra hafa umsækjendur um útborgun úr séreignarsjóðum óskað eftir útgreiðslu samtals 12,5 milljarða króna, sem koma til útborgunar á yfirstandandi ári.

Á næsta ári verða 432 milljónir til viðbótar greiddar út af séreignarsparnaðarreikningum miðað við stöðu umsókna í dag en úttektirnar dreifast yfir á árið 2015, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert