Aðeins karlar á jafnréttisráðstefnu Íslands

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland mun halda ráðstefnu um jafn­rétt­is­mál í New York í janú­ar þar sem aðeins körl­um verður boðið að taka þátt.

Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra til­kynnti um ráðstefn­una þegar hann ávarpaði alls­herj­arþing Sam­einuðu þjóðanna í New York í dag. Ræddi Gunn­ar mik­il­vægi þess að ríki heims tryggi áfram­hald­andi ár­ang­ur í bar­átt­unni gegn fá­tækt og ójafn­ræði í ræðu sinni.

Í ræðunni ít­rekaði Gunn­ar Bragi mik­il­vægi þess að ríki heims fram­fylgi þeim ákvörðunum sem tekn­ar voru á kvennaráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna í Pek­ing árið 1995. Ráðstefna sú þykir sögu­leg en þar lýsti Hillary Cl­int­on, þáver­andi for­setafrú meðal ann­ars því yfir að kvenn­rétt­indi væru mann­rétt­indi.

 Í ræðu sinni sagði Gunn­ar Bragi karlaráðstefn­una vera ein­stakt fram­lag til viðburða sem ætlað er að fagna því að 20 ár séu liðin frá kvennaráðstefn­unni. Málþingið mun hluti af her­ferð UN Women, HeForS­he sem leik­kon­an Emma Wat­son hleypti af stokk­un­um í síðustu viku með eft­ir­minni­legri ræðu í alls­herj­arþing­inu.

„Við vilj­um fá karl­menn og drengi  að borðinu í umræðunni um jafn­rétti kynj­ana með já­kvæðum hætti,“ sagði ráðherra meðal ann­ars í ræðu sinni. „Þetta mun vera ein­stakt málþing þar sem þetta verður fyrsta skiptið þar sem Sam­einuðu þjóðirn­ar kalla ein­ung­is sam­an karl­kyns leiðtoga til að ræða jafn­rétti kynj­ana,“sagði hann einnig.

Málþingið hef­ur þegar vakið at­hygli er­lendra fjöl­miðla. Ísland mun halda ráðstefn­una ásamt Suður- Am­er­íku rík­inu Surínam en sam­kvæmt frétt ABC um málþingið eru ástandið í lönd­un­um tveim­ur afar ólíkt hvað varðar jafn­rétti kynj­ana. Í skýrslu World Economic For­um um stöðu jafn­rétt­is­mála í heim­in­um er Ísland efst á lista yfir þau lönd sem standa vel að vígi en Surínam verm­ir aft­ur á móti 110. sætið.

Ræðu Gunn­ars Braga má sjá í heild sinni hér að neðan.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert