Verður sendiherra í Bandaríkjunum

Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, hefur verið skipaður sendiherra í Bandaríkjunum. 

Geir mun taka við af Guðmundi Árna Stefánssyni um áramótin en Guðmundur hefur gegnt stöðunni frá árinu 2011.

Geir H. Haar­de sat á Alþingi í um tutt­ugu ár þar sem hann gegndi lengst af starfi fjár­málaráðherra, á ár­un­um 1998 til 2005. Þá var hann ut­an­rík­is­ráðherra 2005 til 2006 og for­sæt­is­ráðherra 2006 til 2009. Hann var vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins 1999 til 2005 og formaður hans frá 2005 til árs­ins 2009 þegar hann lét af stjórn­mála­störf­um.

Geir var skipaður sendiherra 30.júlí, á sama tíma og Árna Þór Sigurðsson fyrrum alþingismann en þá sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra að ekki væri heimilt að gefa uppi hvar þeir yrðu staðsettir fyrr en að gistiríkið hefði staðfest tilnefninguna.

Geir Haar­de skipaður sendi­herra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert