Verður sendiherra í Bandaríkjunum

Geir H. Haar­de, fyrr­um for­sæt­is­ráðherra, hef­ur verið skipaður sendi­herra í Banda­ríkj­un­um. 

Geir mun taka við af Guðmundi Árna Stef­áns­syni um ára­mót­in en Guðmund­ur hef­ur gegnt stöðunni frá ár­inu 2011.

Geir H. Haar­de sat á Alþingi í um tutt­ugu ár þar sem hann gegndi lengst af starfi fjár­málaráðherra, á ár­un­um 1998 til 2005. Þá var hann ut­an­rík­is­ráðherra 2005 til 2006 og for­sæt­is­ráðherra 2006 til 2009. Hann var vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins 1999 til 2005 og formaður hans frá 2005 til árs­ins 2009 þegar hann lét af stjórn­mála­störf­um.

Geir var skipaður sendi­herra 30.júlí, á sama tíma og Árna Þór Sig­urðsson fyrr­um alþing­is­mann en þá sagði Gunn­ar Bragi Sveins­son, ut­an­rík­is­ráðherra að ekki væri heim­ilt að gefa uppi hvar þeir yrðu staðsett­ir fyrr en að gisti­ríkið hefði staðfest til­nefn­ing­una.

Geir Haar­de skipaður sendi­herra

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert