Túnfiskur fastur í geymslu

Túnfiskur á línunni við síðu Jóhönnu Gísladóttur GK.
Túnfiskur á línunni við síðu Jóhönnu Gísladóttur GK.

Nýlega var landað hér á landi túnfiskum sem fengust sem meðafli við makrílveiðar í grænlenskri lögsögu. Fiskarnir voru fluttir í frystigeymslu og eru fastir hér á landi að því er virðist.

Eigendur skipsins mega ekki flytja fiskana til neyslu í Grænlandi og hugsanlega verða þeir gefnir til góðgerðarmála því samkvæmt samþykktum Atlantshafstúnfiskveiðiráðsins (ICCAT) mega aðildarríkin ekki leyfa löndun, sölu eða endurútflutning á afla sem ekki fylgir veiðivottorð.

Samkvæmt upplýsingum Brynhildar Benediktsdóttur, sérfræðings á sviði auðlindanýtingar í sjávarútvegsráðuneytinu, vissu íslensk stjórnvöld ekki af þessum túnfiskum við löndun. „Það var ekki fyrr en menn sáu túnfiskinn á bryggjunni, að þeir áttuðu sig á hvers kyns var,“ segir Brynhildur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert