„Versti óvinur leikarans“

00:00
00:00

„Það er talað um að þetta sé versti óvin­ur leik­ar­ans, dýr­in taka alla at­hygl­ina,“ seg­ir Hilm­ar Guðjóns­son, leik­ari, sem leik­ur annað aðal­hlut­verkið í Gauk­um, nýju leik­verki eft­ir Huld­ar Breiðfjörð en páfa­gauk­ur­inn Júrí sem er á sviðinu ásamt hon­um og Jó­hanni Sig­urðar­syni á það til að stela sen­unni.

Verkið sem ger­ist á hót­el­her­bergi á lands­byggðinni var frum­sýnt í Borg­ar­leik­hús­inu um helg­ina. mbl.is hitti þá Hilm­ar og Júrí á dög­un­um en frek­ar sjald­gæft er að nota dýr í leik­sýn­ing­um þar sem þau eru frek­ar óút­reikn­an­leg ásamt því að draga að sér mikla at­hygli.

Hilm­ar seg­ir þó að það sé skemmti­legt að vinna með Júrí, sem er reynd­ar kven­kyns og var skírð karl­kyns nafni fyr­ir mis­tök, aldrei sé að vita hverju hún taki uppá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert