„Versti óvinur leikarans“

„Það er talað um að þetta sé versti óvinur leikarans, dýrin taka alla athyglina,“ segir Hilmar Guðjónsson, leikari, sem leikur annað aðalhlutverkið í Gaukum, nýju leikverki eftir Huldar Breiðfjörð en páfagaukurinn Júrí sem er á sviðinu ásamt honum og Jóhanni Sigurðarsyni á það til að stela senunni.

Verkið sem gerist á hótelherbergi á landsbyggðinni var frumsýnt í Borgarleikhúsinu um helgina. mbl.is hitti þá Hilmar og Júrí á dögunum en frekar sjaldgæft er að nota dýr í leiksýningum þar sem þau eru frekar óútreiknanleg ásamt því að draga að sér mikla athygli.

Hilmar segir þó að það sé skemmtilegt að vinna með Júrí, sem er reyndar kvenkyns og var skírð karlkyns nafni fyrir mistök, aldrei sé að vita hverju hún taki uppá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka