Fimm kostir á borðinu

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Rögnunefndin svokallaða, sem vinnur að athugun á flugvallarkostum fyrir innanlandsflugvöll á höfuðborgarsvæðinu, hefur fækkað þeim kostum sem til skoðunar eru hjá nefndinni úr fimmtán í fimm.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að kostirnir eru Bessastaðanes, Löngusker, Hvassahraun, Hólmsheiði og nýjar útfærslur á innanlandsflugvellinum í Vatnsmýri.

Ragna Árnadóttir, formaður sameiginlegs stýrihóps ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um athugun á flugvallarkostum, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hún vonaðist til þess að frumkönnun nefndarinnar lyki fyrir lok októbermánaðar. Þá yrði væntanlega hægt að stytta listann yfir valkosti enn frekar og síðan hefja fullkönnun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert