Hörður samræmir störf lögreglunnar

Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri færir sig um set í eitt ár.
Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri færir sig um set í eitt ár. mbl.is/Júlíus

Hörður Jó­hann­es­son, aðstoðarlög­reglu­stjóri á höfuðborg­ar­svæðinu, mun í næstu viku taka að sér verk­efna­stjórn hjá Rík­is­lög­reglu­stjóra í eitt ár og hef­ur Alda Hrönn Jó­hanns­dótt­ir verið sett­ur aðstoðarlög­reglu­stjóri á höfuðborg­ar­svæðinu í fjar­veru Harðar. 

Hörður fær það hlut­verk að efla og samþætta alla starf­semi lög­regl­unn­ar og sjá til þess að fjár­mun­ir nýt­ist sem best í ljósi þeirra breyt­inga sem eru framund­an. Um ára­mót­in verður lög­reglu­embætt­um lands­ins fækkað úr fimmtán í níu. Þau voru 24 tals­ins áður en þeim var fækkað árið 2007.

Hörður, sem hef­ur starfað sem lög­reglumaður í 38 ár, mun hefja störf hjá rík­is­lög­reglu­stjóra 8. októ­ber nk. Verk­efnið er til eins árs og verður hann áfram aðstoðarlög­reglu­stjóri á höfuðborg­ar­svæðinu 

Lög­reglu­stjóri höfuðborg­ar­svæðis­ins hef­ur upp­lýst starfs­fólk lög­regl­unn­ar um þess­ar breyt­ing­ar.

Sér um inn­leiðingu á nýju verklagi vegna heim­il­isof­beld­is­mála

Alda Hrönn, sem er yf­ir­lög­fræðing­ur hjá embætti Lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um, var sett sem aðstoðarlög­reglu­stjóri í dag. Hún mun hafa yf­ir­um­sjón með inn­leiðingu á nýju verklagi vegna heim­il­isof­beld­is­mála hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. Hún hef­ur starfað inn­an lög­regl­unn­ar frá 1999 og var m.a. sett­ur sak­sókn­ari efna­hags­brota­mála um eins á árs skeið. Setn­ing henn­ar tek­ur gildi í dag. Sam­hliða þessu mun Alda starfa áfram á Suður­nesj­um til 1. nóv­em­ber til að ljúka verk­efn­um sín­um þar.

„Það vantaði mann í skipu­lags­mál og vinnu. Það blas­ir við að kerfið er að breyt­ast, það er verið að fækka embætt­un­um. Um ára­mót koma ný embætti og stærri en færri. Það þarf að huga að því að sam­ræma allt skipu­lag og koma í veg fyr­ir tví­verknað og svo fram­veg­is. Og leita þarf leiða til að auka enn meira sam­starf á milli embætta,“ seg­ir Hörður í sam­tali við mbl.is.

Hörður tek­ur fram að ein lög­regla sé starf­andi í land­inu. Búa þurfi um hnút­ana með þeim hætti að lög­regl­an starfi sem ein heild og að fjár­magn nýt­ist sem best.

Alda Hrönn Jóhannsdóttir, verður settur aðstoðarlögreglustjóri.
Alda Hrönn Jó­hanns­dótt­ir, verður sett­ur aðstoðarlög­reglu­stjóri.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert