Jókst um 638 milljarða

mbl.is/Sigurður Bogi

Skuldastaða íslenskra heimila hefur batnað síðustu misserin og hefur eigið fé þeirra aukist úr 1.555 milljörðum króna árið 2010 í 2.194 milljarða í árslok 2013, eða um 638 milljarða. Tölurnar eru á verðlagi hvors árs.

Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar yfir eiginfjárstöðuna.

Skuldir og eignir Íslendinga eru flokkaðar eftir aldurshópum. Leiðir sú sundurgreining í ljós að skuldir allra aldurshópa hafa minnkað að nafnvirði frá 2010, ef frá eru taldir 60 ára og eldri. Eigið fé allra aldurshópa jókst á tímabilinu að nafnvirði, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert