Samstaða um verkfall meðal lækna

.
. Ásdís Ásgeirsdóttir

Fjölmennasta fundi sem haldinn hefur verið í sögu Læknafélags Íslands lauk nú kl. 21:30. Fullt var út úr dyrum á fundinum auk þess sem á annað hundrað félagsmenn með
fundinum á netinu. Fréttir bárust af því að 30 læknar fylgdust með fundinum í fundarsal
Sjúkrahússins á Akureyri og 90% heimilislækna og almennra lækna á Austurlandi voru saman komnir í heimahúsi í sama tilgangi samkvæmt fréttatilkynningu LÍ.

Á fundinum var farið yfir stöðu mála og tillögur um fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir kynntar. Þorbjörn Jónsson formaður LÍ, undirstrikaði að verkfall lækna snerist ekki eingöngu um kjör stéttarinnar heldur framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Hann sagði að það væri læknum ekki ljúft að standa í þessum sporum en að það skipti máli að ná fram breytingum á kjarasamningum sem hindruðu frekari atgervisflótta lækna.

 „Með boðuðum verkfallsaðgerðum er þrýst á ríkisvaldið að semja við lækna, en þeir hafa verið án kjarasamnings í meira en 8 mánuði. Verkfallsaðgerðirnar eru hófstilltar og þrátt fyrirverkfall lækna er hverju sinni tryggð sambærileg mönnun og tíðkast á frídögum,“ segir í fréttatilkynningu.

„Fundarmenn tóku mjög vel kynningunni á verkfallsaðgerðunum og reyndist mikil samstaða
meðal þeirra um aðgerðirnar. Mikill hugur í læknum, sem líta svo á að með þeim aðgerðum
sem framundan eru sé róinn lífróður fyrir framtíð íslenska heilbrigðiskerfisins,“ segir einnig.

Atkvæðagreiðsla um boðaðar verkfallsaðgerðir er nú hafin en henni lýkur á miðnætti þann 8. október.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert