Skullu á bíl sem þveraði hjólastíg

Hjólreiðamennirnir skullu báðir á vörubifreið sem þveraði hjólreiðastíg.
Hjólreiðamennirnir skullu báðir á vörubifreið sem þveraði hjólreiðastíg. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tveir hjól­reiðamenn slösuðust, ann­ar tals­vert meira en hinn, þegar þeir skullu á vöru­bif­reið sem þveraði reiðhjóla­stíg við Suður­lands­braut í síðustu viku. Hjól­reiðamenn­irn­ir voru á fullri ferð þegar þeir sáu skyndi­lega bíl á stígn­um. 

Í til­kynn­ingu á vef lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu seg­ir að ökumaður­inn hafi hægt á sér, ekki séð neinn og ekið af stað. Í síðustu viku slösuðust átta veg­far­end­ur í sjö um­ferðarslys­um á höfuðborg­ar­svæðinu. 

Bif­reið var ekið um Kópa­vogs­braut og ætlaði ökumaður henn­ar að aka fram úr hæg­fara bif­reið sem beygði þá til vinstri í veg fyr­ir hann. Við það fipaðist ökumaður­inn og beygði frá, en bif­reiðin hafnaði á tré á móti húsi í göt­unni. Farþegi kvartaði vegna mik­illa áverka í baki og var hann flutt­ur á sjúkra­hús. 

Þá var bif­reið bakkað úr stæði á Seltjarn­ar­nesi á gang­andi veg­far­anda sem féll við það í jörðina. Um minni­hátt­ar samstuð var að ræða en veg­far­and­inn fékk skrám­ur á hand­legg og fór á heilsu­gæslu­stöð til skoðunar.

Átta ára dreng­ur féll af reiðhjóli við Ný­býla­veg í Kópa­vogi eft­ir að hafa hjólað niður göngu­stíg frá Hjalla­brekku. Hann missti stjórn á hjól­inu þegar hann fór niður grasbrekku við hliðina á tröpp­um á göngu­stígn­um meðfram stofn­braut­inni. Dreng­ur­inn var flutt­ur með sjúkra­bif­reið á slysa­deild.

Stræt­is­vagni var ekið aft­an á fólks­bif­reið á Vest­ur­lands­vegi við Vík­ur­veg og kastaði henni aft­an á aðra fólks­bif­reið sem var þar fyr­ir fram­an.  Einn var flutt­ur með sjúkra­bif­reið á slysa­deild til aðhlynn­ing­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert