Á annað hundrað íslenskra jökla fá nöfn

Dyrajökull er kenndur við Dyrfjöll á Borgarfirði eystra.
Dyrajökull er kenndur við Dyrfjöll á Borgarfirði eystra.

Deilijökull, Sýlingarjökull og Dyrajökull eru á meðal þeirra örnafna sem gefin hafa verið 130 áður nafnlausum jöklum hér á landi.

Að sögn Odds, Sigurðssonar, sérfræðings á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofu Íslands, voru nýju nöfnin í langflestum tilvikum dregin af örnefnum í nágrenni jöklanna.

Hann vann að gerð nýs jöklakorts sem verður hluti heftis um Ísland í alþjóðlegum jöklaatlas sem er væntanlegur. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að hátt í eitt hundrað af jöklunum sem nú fengu nöfn eru á Tröllaskaga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert