Fjárlögin uppskrift að ófriði

Fjárlagafrumvarpið 2015.
Fjárlagafrumvarpið 2015. mbl.is/Árni Sæberg

Efling stéttarfélag sendi í kvöld frá sér tvær ályktanir þar sem fjárlögin eru sögð uppskrift að ófriði og að það vegi að lífeyriskjörum þeirra lakast settu.

Í annarri ályktuninni segir að með áformum sínum um að fella niður greiðslur til jöfnunar á örorkulífeyrisbyrði lífeyrissjóða sé ríkisstjórnin að rjúfa samkomulag frá kjarasamningum árið 2005.

 „Ljóst er að engin rök mæla með því að þessu fyrirkomulagi verði breytt ef stjórnvöld vilja standa við fyrirheit um jöfnun lífeyrisskuldbindinga eins og lögfest hafði verið á sínum tíma. Þess vegna eru áform ríkisstjórnarinnar nú aðför að lífeyriskjörum þeirra lakast settu í landinu,“ segir í ályktuninni. 

Í hinni ályktuninni mótmælir Efling m.a. hækkun virðisaukaskatts á matvælum, styttingu tímabils atvinnuleysisbóta og lækkun vaxtabóta. 

Ályktanirnar má lesa í heild sinni hér og hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert