Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar

Sjálfstæðisflokkurinn fengi 27% fylgi ef þingkosningar færu fram núna samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Capacent sem er um einu prósentustigi lægra en fyrir mánuði síðan. Mælist flokkurinn sem fyrr stærsti stjórnmálaflokkur landsins.

Samfylkingin er næst stærsti flokkurinn með 19% fylgi. Björt framtíð mælist með rúmlega 16% og Vinstrihreyfingin - grænt framboð með 13,5%. Framsóknarflokkurinn er með rúmlega 12% fylgi og Póratar 7,3%. Aðrir flokkar mælast samanlagt með tæplega 5% fylgi.

38,5% styðja ríkisstjórnina samkvæmt skoðanakönnuninni sem en 41,6% studdu stjórnina í síðustu könnun. Greint er frá þessu á fréttavef Ríkisútvarpsins.

Fylgi flokka
Fylgi flokka dojo chart
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert