Fyrsti fundur kerfisáhættunefndar fór fram í gær en nefndin starfar fyrir fjármálastöðugleikaráð og skilar inn tillögum til ráðsins. Nefndinni er gert að leggja mat á ástand og horfur í fjármálakerfinu, kerfisáhættu og fjármálastöðugleika hér á landi.
Nefndinni er gert að koma saman að lágmarki fjórum sinnum á ári.
Fundinn í gær sátu Harpa Jónsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands, Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika og sérfræðingur frá Seðlabanka Íslands, Már Guðmundssin, seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og varaformaður nefndarinnar, Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri, Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur skipaður af ráðherra og Lilja Rut Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri greininga hjá Fjármálaeftirlitinu.
Sjá frétt mbl.is: Fjármálastöðugleikaráði komið á fót