Mun ekki geta greitt skuldir

Ríkisútvarpið þurfti að semja um tilfærslu gjalddaga á afborgun á …
Ríkisútvarpið þurfti að semja um tilfærslu gjalddaga á afborgun á skuldabréfi í eigu lífeyrissjóðs. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ríkisútvarpið ohf. mun á endanum ekki geta greitt skuldir sínar ef engar breytingar verða.

Þetta segir Ingvi Hrafn Óskarsson, stjórnarformaður RÚV. Hann telur þó að félagið geti mætt skuldbindingum næstu mánaða. Uppsagnir sem fyrri framkvæmdastjórn réðst í hafi ekki skilað tilskildum árangri.

Samkvæmt úttekt Price Waterhouse Coopers nema vaxtaberandi skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna, þar af nemur skuldabréfið vegna lífeyrisskuldbindinganna um þremur milljörðum. Í fréttaskýringu um  fjárhagsstöðu fyrirtækisins í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að afborganir og vaxtagjöld RÚV á næsta rekstrartímabili nema 444 milljónum króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert