„Takk fyrir frábæran bardaga“

Gunnar Nelson og Rick Story virðast engir óvinir eftir bardagann.
Gunnar Nelson og Rick Story virðast engir óvinir eftir bardagann. Twitter Gunnars Nelson

Aðdáendur Gunnars Nelson eru enn niðurlútir eftir tap hans gegn Rick Story í fimm lotu bardaga í gærkvöldi.

Gunnar var fram til þessa ósigraður í UFC, en Story tókst að sigra Gunnar á stigum eftir ljótan og erfiðan bardaga. 

Dómararnir voru ekki sammála um hvor hefði unnið bardagann, því stig féllu þannig að einn dæmdi Gunnari sigur með 48 stigum gegn 47, en hinir tveir litu svo á að Story hefði unnið bardagann með 49 stigum gegn 46 og 50 stigum gegn 44.

Gunnar þakkaði Rick Story fyrir frábæran bardaga á Twitter strax eftir bardagann:

Conor McGregor var að vonum leiður eftir bardagann, en hann og Gunnar eru góðir vinir og æfingafélagar:

Rick Story var hógvær eftir sigurinn, og þakkaði Gunnari sömuleiðis fyrir bardagann, og lýsti því yfir að hann yrði aðdáandi hans fyrir lífstíð:

Fjöldi fólks fylgdist með bardaganum, ýmist í Stokkhólmi, á börum og öldurhúsum eða heima í stofu, eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum:

Þorbjörn Þórðarson hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði Gunnar mega bera höfuðið hátt eftir bardagann:

Geðshræringin leyndi sér ekki hjá fólki, og ömmum þeirra:

Edda Sif Pálsdóttir talaði fyrir þjóðina:

Nokkur fjöldi Íslendinga fylgdi Gunna til Svíþjóðar:

Undirritaður sat á Stúdentakjallaranum, þar sem fólk tók andköf í hvert skipti sem Gunnar fékk högg:

Þrátt fyrir allt hélt Gunnar Nelson sinni stóísku ró. Það sama verður ekki sagt um þau sem horfðu á bardagann:

Og að lokum:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert