Ekki lengur hægt að kaupa vambir

Þeir sem taka slát­ur þetta haustið verða að not­ast við gervi­vambir, eða svo­kallaða pró­tín­keppi. Ekki er leng­ur hægt að kaupa vambir í versl­un­um hér á landi til slát­ur­gerðar. Síðustu ár hef­ur Slát­ur­fé­lag Suður­lands, SS, unnið vambir og selt til versl­ana hér á landi en ákveðið var að það yrði ekki gert í ár.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá SS var ekki hægt að halda vinnslu vam­banna áfram með til­liti til kostnaðar. Ýmsir þætti höfðu áhrif, t.d. rýrn­un við vinnsl­una og þá er tækja­búnaður­inn einnig úr­elt­ur.

15 þúsund vambir seld­ust í versl­un­um hér á landi síðastliðið haust og komu þær all­ar frá SS. Marg­ir hafa haft sam­band við fyr­ir­tækið síðustu daga og vik­ur og sakna vam­banna sem fara nú til full­vinnslu hjá fyr­ir­tæki hér á landi áður en þær eru seld­ar úr landi.

Þetta haustið fylgja gervi­vambir, eða svo­kallaðir pró­tín­kepp­ir, með hrá­efn­inu fyr­ir slát­ur­gerðina.

mbl.is leit inn í Hús­stjórn­ar­skóla Reykja­vík­ur fyr­ir tveim­ur árum og fylgd­ist með nem­end­um taka slát­ur. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert