Vill að vegabréf gildi í hundrað ár

Ný íslensk vegabréf.
Ný íslensk vegabréf. mbl.is/Golli

Kristján Ingvars­son, kjör­ræðismaður Íslands í Or­lando í Flórída í Banda­ríkj­un­um, vill að gild­is­tími ís­lenskra vega­bréfa verði 100 ár í stað 10 eins og nú er. Hann seg­ir slíka breyt­ingu öll­um til hags­bóta og öðrum ríkj­um til eft­ir­breytni.

Ut­an­rík­is­ráðuneytið var í síðustu viku með ráðstefnu í Hörpu fyr­ir ræðis­menn Íslands víðs veg­ar um heim og var Kristján á meðal um 150 gesta og maka þeirra.

Kristján bend­ir á að ræðis­menn geti fram­lengt gild­is­tíma vega­bréfa um eitt ár frá gild­is­tíma þess og sé ein­stak­ling­ur sem er án vega­bréfs á leið beint til Íslands geti ræðismaður skrifað bréf til flug­fé­lags­ins til að greiða för viðkom­andi. Íslend­ing­ar sem eru í lönd­um sem eru ekki í beinu flug­sam­bandi við Ísland séu hins veg­ar svipt­ir ferðaf­relsi. „Þetta er í raun óþarfa papp­írs­vinna sem ber að af­nema,“ seg­ir Kristján í Morg­un­blaðinu í adg. „Ég vil að gild­is­tím­inn sé 100 ár eða til dauðadags.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert