Vill að vegabréf gildi í hundrað ár

Ný íslensk vegabréf.
Ný íslensk vegabréf. mbl.is/Golli

Kristján Ingvarsson, kjörræðismaður Íslands í Orlando í Flórída í Bandaríkjunum, vill að gildistími íslenskra vegabréfa verði 100 ár í stað 10 eins og nú er. Hann segir slíka breytingu öllum til hagsbóta og öðrum ríkjum til eftirbreytni.

Utanríkisráðuneytið var í síðustu viku með ráðstefnu í Hörpu fyrir ræðismenn Íslands víðs vegar um heim og var Kristján á meðal um 150 gesta og maka þeirra.

Kristján bendir á að ræðismenn geti framlengt gildistíma vegabréfa um eitt ár frá gildistíma þess og sé einstaklingur sem er án vegabréfs á leið beint til Íslands geti ræðismaður skrifað bréf til flugfélagsins til að greiða för viðkomandi. Íslendingar sem eru í löndum sem eru ekki í beinu flugsambandi við Ísland séu hins vegar sviptir ferðafrelsi. „Þetta er í raun óþarfa pappírsvinna sem ber að afnema,“ segir Kristján í Morgunblaðinu í adg. „Ég vil að gildistíminn sé 100 ár eða til dauðadags.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert