Veiking krónu gagnvart bandaríkjadal vegur á móti lækkandi heimsmarkaðsverði á olíu.
Þetta segir Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri hjá N1, aðspurður hvort þess sé að vænta að eldsneytisverð á Íslandi muni fara lækkandi vegna lægra heimsmarkaðsverðs.
Bensínverð hefur farið lækkandi á Íslandi. T.d. var verð á 95 okt. bensíni hjá N1 í sjálfsafgreiðslu 249,8 kr. 21. júlí sl. en var 242,5 kr. í gær.