Birkið ekki talið vera farartálmi

Þrýst er á um að leggja góðan veg um Teigsskóg …
Þrýst er á um að leggja góðan veg um Teigsskóg vestra. mbl.is/Helgi Bjarnason

Ekki er ástæða til þess að leggjast gegn fyrirætlunum um vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. Aðeins um 1% skógarins fer undir veg samkvæmt nýrri tillögu um vegstæði sem Vegagerðin hefur lagt fram. Skaði er því óverulegur.

Þetta segir í ályktun sem Skógræktarfélag Íslands og skógræktarfélög á Vestfjörðum sendu frá sér nýlega og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.

Segja má að þar kveði við nýjan tón í umræðu um Teigsskóg. fyrirhugaðar framkvæmdir þar hafa lengi verið á dagskrá en hafa hvorki fengið grænt ljós hjá skipulagsyfirvöldum né dómstólum. Þá hafa umhverfissamtök verið á móti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert