Hlé hefur verið á viðræðum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið frá því í maí 2013 í kjölfar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stækkunardeildar ESB um stöðu viðræðna við umsóknarríki að sambandinu.
Ennfremur segir að í ljósi afstöðu ríkisstjórnar Íslands hafi framkvæmdastjórn ESB hætt smám saman aðlögunaraðstoð sambandsins við landið í gegnum svonefnda IPA-styrki.
Lögð er áhersla á að Íslendingar séu eftir sem áður mikilvæg samstarfsþjóð ESB í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum, þáttöku landsins í Schengen-samstarfinu og samstarf í tengslum við málefni Norðurslóða.