Yoko Ono segir að Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri hafi haft góð áhrif á ímynd Íslands út fyrir landsteinana. Eftir því hafi verið tekið að hér væri frjálslyndið slíkt að grínisti ætti möguleika á því að verða borgarstjóri. Á morgun afhendir hún Jóni friðarstyrkinn Lennon Ono Peace Grant.
Þetta sagði Ono í stuttu viðtali við mbl.is en afhendingin fer fram í Hörpu á morgun.
Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2002 og eru afhent annað hvert ár. Á meðal þeirra sem einnig hafa hlotið þau eru Lady Gaga og rússneska hljómsveitin Pussy Riot.
Aðrir verðlaunahafar í ár eru þau: Jann Wenner einn stofnenda tímaritsins Rolling Stone, Jeremy Gilley stofnandi samtakanna Peace One Day og þau Doreen Remen og Yvonne Force Villareal Stofnendur samtakanna Art Production Fund.
Verðalaunahafarnir hljóta 50.000 dollara að styrk eða um 6 milljónir króna.