Fer líklega fyrir EFTA-dóm

ESA lítur svo á að innflutningur á fersku kjöti hingað …
ESA lítur svo á að innflutningur á fersku kjöti hingað snúist um verslun yfir landamæri en stjórnvöld telja að um sé að ræða heilbrigðismál. mbl.is/Golli

Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra, á frekar von á því að EFTA-dómstóllinn verði látinn skera úr um hvort Ísland hafi brotið gegn EES-samningnum með reglum um innflutning á fersku kjöti.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gaf í gær út rökstutt álit um að íslensk löggjöf um innflutning á fersku kjöti væri andstæð EES-samningnum.

„Við höfum lagt áherslu á að þetta sé heilbrigðismál sem varðar það að verja hreina búfjárstofna og sjúkdómastöðu á Íslandi. Það hefur tryggt góð og örugg matvæli,“ segir Sigurður Ingi í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hann bendir á að tíðni matarsýkinga hér sé einna lægst ef ekki sú lægsta á heimsvísu. ESA hafi hins vegar litið svo á að málið snúist um verslun yfir landamæri. Sigurður Ingi sagði að ágreiningurinn væri djúpur. Íslendingum hafi ekki tekist að fá ESA til að fallast á sín rök.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka