Lækka bensín um 2,20 kr.

mbl.is/Hjörtur

Atlantsolía og Orkan hafa lækkað verð á bensín- og dísillítranum um 2,20 krónur. Lítrinn er því kominn undir 240 krónur eða í 239,90 kr. hjá báðum félögunum. Lækkunina má rekja til lækkaðs heimsmarkaðsverðs samkvæmt upplýsingum frá Atlantsolíu.

„Lækkunin hefði getað orðið aðeins meiri ef ekki kæmi til að gengi krónu gagnvart dollar hefur veikst nokkuð að undanförnu,“ segir Hugi Hreiðarsson, hjá Atlantsolíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert