Nýtt húsnæðiskerfi nálgast

Ráðherra boðar breytingar á Íbúðalánasjóði á næstu misserum.
Ráðherra boðar breytingar á Íbúðalánasjóði á næstu misserum. mbl.is/Árni Sæberg

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir líkur á að frumvarp um nýtt húsnæðiskerfi verði afgreitt fyrir næsta sumar.

Tilefnið er hækkun hámarkslána hjá Íbúðalánasjóði, úr 20 í 24 milljónir. Eygló segir stefnt að framlagningu fjögurra frumvarpa um húsnæðismál á þessu þingi, þar af frumvörp um húsnæðisbætur og breytingar á lögum um húsnæðismál.

„Það liggja fyrir tillögur frá verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála um varanlegar breytingar á Íbúðalánasjóði. Við höfum unnið samkvæmt þeim tillögum. Þar er annars vegar gert ráð fyrir því að sett verði á stofn nýtt húsnæðislánafélag sem verður ekki með ríkisábyrgð,“ segir Eygló í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert