Sjö milljarðar til fatlaðra

Framlög Reykjavíkur til aðstoðar við fatlaða hafa aukist gríðalega frá …
Framlög Reykjavíkur til aðstoðar við fatlaða hafa aukist gríðalega frá 2011 mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áætlað er að útgjöld Reykjavíkurborgar vegna málefna fatlaðra verði rúmir 7 milljarðar á næsta ári, borið saman við 4,5 milljarða 2011.

Málaflokkurinn færðist frá ríki til sveitarfélaga 2011 og eiga auknar skyldur sveitarfélaga gagnvart geðfötluðum þátt í aukningunni.

Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, segir aðspurð að geðfatlaðir séu nú ófeimnari við að koma fram og óska eftir aðstoð, enda aðgengið betra. Hún segir fjölgunina hjá fötluðum meiri hjá 18 ára og yngri en þeim sem eldri eru. „Fram er komin betri greiningartækni og aðgengi að greiningum hefur aukist,“ segir Björk í umfjöllun um málefni þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert