Þingið taki vefsíðumálið til skoðunar

Ögmundur Jónasson, þingmaður VG.
Ögmundur Jónasson, þingmaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég ætla að gefa mér að stjórn­völd setji sig inn í málið og skoði það og þá muni þetta frum­varp sem ég lagði fram á sín­um tíma koma til at­hug­un­ar,“ seg­ir Ögmund­ur Jónas­son, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, í sam­tali við mbl.is spurður hvort hann hafi í hyggju að leggja að nýju fram laga­frum­varp á Alþingi um land­slénið .is. Hann úti­lok­ar þó ekki að leggja frum­varpið að fram að nýju í einni eða ann­arri mynd.

Fram kom á vefsíðu Ögmund­ar í dag að ef frum­varpið hefði náð fram að ganga þegar það var lagt fram þing­vet­ur­inn 2011-2012 hefði verið hægt að koma í veg fyr­ir að vefsíða tengd svo­nefndu Ríki íslams væri skráð und­ir ís­lensku léni. Benti hann þar á að í 11. grein frum­varps­ins væri kveðið á um að rétt­hafi léns skyldi vera lögráða ein­stak­ling­ur eða lögaðili sem hefði skráða kenni­tölu eða sam­bæri­lega staðfest­ingu frá stjórn­völd­um og hefði enn­frem­us tengsl við Ísland. Nægj­an­legt væri að setja þenn­an texta inn í nú­gild­andi lög.

Ögmund­ur seg­ir að vit­an­lega þurfi alltaf að fara mjög gæti­lega þegar rætt er um að loka vefsíðum eða hindra á ein­hvern hátt aðgengi að in­ter­net­inu. Net­frelsi ætti að hans mati alltaf að vera hin al­menna regla. „En þessi hugs­un hjá mér á sín­um tíma var að grípa til fyr­ir­byggj­andi aðgerða ef ein­hverj­ir aðilar vildu kenna sig við okk­ur sér­stak­lega þá væri rök­rétt að óska eft­ir því að þeir sýni fram á að þeir hefðu ein­hver sér­stök tengsl við okk­ar sam­fé­lag.“

„Þetta er mjög vendmeðfarið og því æski­legt að um þetta verði tek­in góð yf­ir­veguð umræða og ég von­ast til að þingið geri það. Þá sé hugs­un­in sú að eitt­hvað svona geti gerst í okk­ar nafni, því þeir eru að skrá sig í okk­ar nafni, og um leið með hvaða hætti við get­um búið þannig um hnút­ana að tján­inga­frelsið sé varið. Það er að segja að finna þá gullnu leið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert