Tölvan segir nei!

Harðbannað er að sækja vega­bréf á skrif­stofu Þjóðskrár Íslands, nema greidd­ar séu kr. 10.000 auka­lega. Kr. 20.250 í stað 10.250. Vega­bréf sem sæta al­mennri af­greiðslu eru aðeins send í pósti, heim til fólks eða á skrif­stofu sýslu­manns, en heim­ilt er að sækja vega­bréf sé um hraðaf­greiðslu að ræða.

Í frétta­skýr­ingu í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins er hermt af konu sem pantaði vega­bréf og enda þótt það væri til­búið á skrif­stofu Þjóðskrár fimm dög­um áður en hún þurfti að nota það mátti hún ekki sækja vega­bréfið. Þetta kom sér illa fyr­ir kon­una því hún þurfti að fá vega­bréfið í hend­ur í síðasta lagi á föstu­degi en póst­ur­inn gat ekki lofað að skila því fyrr en á mánu­degi. Ekki var því um annað að ræða fyr­ir kon­una en að greiða kr. 10.000 auka­lega fyr­ir hraðaf­greiðslu.

Þegar kon­an spurði hverju þetta fyr­ir­komu­lag sætti varð fátt um svör. Hvorki starfs­fólks sýslu­mann­sembætt­is­ins í Kópa­vogi né Þjóðskrár gátu svarað því hvers vegna regl­urn­ar eru svona. Tölv­an seg­ir ein­fald­lega nei!

Sunnudagsblað Morgunblaðsins.
Sunnu­dags­blað Morg­un­blaðsins.
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert