Haldið var áfram leit um helgina að þýska ferðamanninum Christian Mathias Markus við Látrabjarg en síðast sást hann 18. september síðastliðinn. Bifreið sem hann hafði leigt fannst á bílastæði við Látrabjarg. Að sögn Davíða Rúnars Gunnarssonar, sem er í svæðisstjórn björgunarsveita á Vestfjörðum, hefur leitin enn ekki borið árangur.
Sex hópar hafa verið við leit um helgina og einkum lagt áherslu á að leita í fjörum. Leitin hefur staðið yfir frá því á föstudag og stendur enn yfir. Tveir hópar eru við leit núna en hóparnir hafa skipst á að leita. „Hóparnir hafa skipst á að taka tarnir til þess að geta náð yfir sem mest af strandlengjunni. Það er aðallega hún sem við erum að einbeita okkur að.“