6.141 tonns byggðakvóta úthlutað til 31 sveitarfélags

mbl.is/ÞÖK

Sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, hef­ur út­hlutað 6.141 þorskí­gildist­onns byggðakvóta fisk­veiðiárs­ins 2014/​2015, sam­kvæmt 10. gr. laga nr. 116/​2006, með síðari breyt­ing­um og sam­kvæmt reglu­gerð ráðuneyt­is­ins nr. 651 frá 4. júlí 2014.

Alls er byggðakvóta út­hlutað til 31 sveit­ar­fé­lags og í þeim fengu 48 byggðarlög út­hlut­un.

Úthlut­un byggðakvót­ans bygg­ist á upp­lýs­ing­um frá Fiski­stofu um sam­drátt í botn­fiskafla, botn­fiskafla­marki og vinnslu botn­fisks ann­ars veg­ar og sam­drætti í rækju- og skel­vinnslu hins veg­ar frá fisk­veiðiár­inu 2004/​2005 til fisk­veiðiárs­ins 2013/​2014.

Há­marks­út­hlut­un til byggðarlags er 300 þorskí­gildist­onn og fá sex byggðarlög það há­mark. Lág­marks­út­hlut­un er 15 þorskí­gildist­onn, eigi byggðarlag á annað borð rétt til út­hlut­un­ar, og fá átta byggðarlög þá út­hlut­un. 

Listi yfir út­hlut­un­ina

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert