Jón Hannesson í Kópavogi er 102 ára að aldri og trónir á toppnum yfir elstu ökumenn landsins með gilt ökuskírteini. Hann keyrir óspart um og segir bílinn leika viðamikið hlutverk í því að honum sé fært að sjá um sig alfarið sjálfur.
Hann sækir enga utanaðkomandi aðstoð fyrir eldri borgara en segist eiga yndisleg börn sem aðstoði hann þegar þess gerist þörf.
„Hann dugar enn,“ segir Jón um bílinn sinn, 16 ára gamla Toyotu, og telur enga þörf á endurnýjun í bráð. Umferðina telur hann lítið hafa breyst, „þetta fer venjulega eftir dögum“ bætir hann við og segist ekki eiga í neinum vandræðum með álagið sem oft skapast í umferðinni. Hann haldi því ótrauður áfram svo lengi sem heilsan leyfir.
Hér má horfa á viðtal við Jón á 100 ára afmælinu.
Frétt mbl.is: