Hefja sölu á vömbum á morgun

Áhugasamir geta frá og með morgundeginum orðið sér út um …
Áhugasamir geta frá og með morgundeginum orðið sér út um alvöru vambir til sláturgerðar. Á myndinni má sjá nemendur Hússtjórnarskóla Reykjavíkur vinna með gervivambir. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Frá og með morgundeginum og á meðan sala á hráefnum til sláturgerðar stendur yfir verður hægt að kaupa vambir, ekki gervivambir eða svokallaða prótínkeppi, í tveimur verslunum hér á landi. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Landssamtaka sauðfjárbænda. 

mbl.is greindi frá því í síðustu viku að ekki væri lengur hægt að fá vambir til sláturgerðar í verslunum hér á landi eftir að SS, Sláturfélag Suðurlands, ákvað að frá og með þessu hausti myndi fyrirtækið ekki selja fullunnar vambir í verslanir. 

Í fréttinni kemur fram að SAH afurðir á Blönduósi hafi tekið að sér að fullverka nokkurt magn vamba og verði því með hefðbundnar vambir í sölu í Krónunni á Selfossi og Nóatúni Austurveri frá og með morgundeginum og á meðan slátursala stendur yfir. Þeir sem geta ekki hugsað sér sláturgerð án alvöru vamba geta því leitað þangað.

Fréttir mbl.is um málið: 

Flytja út fleiri tonn af vömbum

Hætt að taka slátur eftir 38 ár

Ósáttar við skort á vömbum

Ekki lengur hægt að kaupa vambir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka