Aðgangi að deildu.net lokað

Deildu.net
Deildu.net

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur lagt fyr­ir Sýslu­mann­inn í Reykja­vík að leggja lög­bann við þeirri at­höfn Voda­fo­ne og Hringdu að veita viðskipta­mönn­um sín­um aðgang að deildu.net og Pira­tebay, en þar er deilt höf­und­ar­vörðu efni.

Í úr­sk­urði héraðsdóms seg­ir að aðal­inn­tak höf­unda­rétt­ar sé einka­rétt­ur höf­und­ar til að gera ein­tök af verki sínu og birta það. Starf­semi um­ræddra vefsvæða vegi gegn þess­um grund­vall­ar­rétti. „Þótt vefsvæðin hafi verið opin um skeið ligg­ur ekki annað fyr­ir en að notk­un og dreif­ing hins höf­unda­varða efn­is standi enn yfir og nýtt efni sé sí­fellt að koma inn. Verður því fall­ist á það með sókn­araðila að brot­in séu yf­ir­vof­andi í skiln­ingi 1. mgr. 24. gr. laga nr. 31/​1990.

Þá verður jafn­framt fall­ist á það með sókn­araðila að hætta sé á að rétt­ind­in muni fara for­görðum eða verða fyr­ir telj­andi spjöll­um verði hann knú­inn til að bíða dóms um þau. Um­rædd höf­unda­rétt­ar­brot halda áfram og höf­und­ar verða þar með fyr­ir fjár­tjóni sem hætta er á að fá­ist ekki bætt þurfi sókn­araðili að bíða dóms. Verður að telja að lög­bann sé áhrifa­mesta úrræðið til að stöðva lög­brot­in.“

Þá seg­ir að eng­in gögn hafi verið lögð fram sem sýni fram á að það sé mjög íþyngj­andi fyr­ir fjar­skipta­fyr­ir­tæk­in að loka aðgangi að um­rædd­um vefsvæðum. Því geti get­ur tján­ing­ar­frelsi fyr­ir­tækj­anna eða viðskipta­manna þeirra, sem feli m.a. í sér rétt til að miðla og nálg­ast upp­lýs­ing­ar á net­inu, tal­ist stór­fellt í sam­hengi við sömu hags­muni STEFS, Sam­bands tón­skálda og eig­enda flutn­ings­rétt­ar. „Er í því sam­hengi m.a. til þess að líta að unnt er að nálg­ast hið höf­unda­varða efni eft­ir öðrum lög­leg­um leiðum.“

Var því fall­ist á kröfu STEFS og lagt fyr­ir Sýslu­mann­inn í Reykja­vík að leggja lög­bann við þeirri at­höfn fjar­skipta­fyr­ir­tækj­anna að veita viðskipta­mönn­um sín­um aðgang að vefsíðunum www.deildu.net, www.deildu.com, www.thepira­tebay.se, www. thepira­tebay.sx og www.thepira­tebay.org.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert