Bensín lækkaði um þrjár krónur

Öll olíufélög landsins lækkuðu verð á bensíni í dag, um eina til þrjár krónur. Þær skýringar eru gefnar að heimsmarkaðsverð á olíu hafi farið lækkandi. Hins vegar hefði lækkunin getað verið meiri ef krónan hefði ekki veikst að undanförnu. Verð á dísilolíu stóð í stað.

Bensínverð fór hæst í 251 króna á lítrann í júní á þessu ári og hefur það því lækkað um fimmtán krónur síðan þá. Algengasta verð á bensíni í sjálfsafgreiðslu er 236.70 krónur til 236.80 krónur. N1 er það 236.90 krónur, Olís 237.90 krónur og Shell 238.90 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert