Löndunarmet var sett á Djúpavogi

Mikið hefur verið að gera við höfnina á Djúpavogi í …
Mikið hefur verið að gera við höfnina á Djúpavogi í haust þar sem blámóða frá eldgosinu í Holuhrauni hefur legið yfir í nokkra daga. Ljósmynd/Ólafur Björnsson

Löndunarmet var sett í september síðastliðnum á Djúpavogi. Þá var ársgamalt met í löndun bolfiskafla í Djúpavogshöfn rækilega slegið.

Af ellefu aflahæstu bátunum sem lönduðu á Djúpavogi í september báru tíu einkennisstafina GK, allt línubátar úr Grindavík. Bátar þaðan hafa í mörg ár fiskað fyrir norðan og austan á haustin.

Tæplega 3.000 tonnum var landað í september eða rúmum 600 tonnum meira en í september í fyrra. Aflanum var að stórum hluta ekið til vinnslu í Grindavík eða annars staðar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert