Álagning veiðigjalda við upphaf fiskveiðiárs 2014/2015 nemur 4,1 milljarði kr. Síðar verða lögð á veiðigjöld vegna úthlutaðs aflamarks í deilistofnum og vegna afla í ókvótabundnum tegundum. Lokaálagning fer fram eftir lok fiskveiðiársins haustið 2015 og er því talan nú ekki sambærileg við heildarálagningu síðustu ára, segir í tilkynningu frá Fiskistofu.
Greiddu 3,6 milljörðum minna í fyrra en árið á undan
Á síðasta fiskveiðiári greiddi útgerðin 3,6 milljörðum minna í veiðigjöld heldur en árið á undan.
Heildarálagning almennra og sérstakra veiðigjalda fiskveiðiárið 2012/2013 nam 12,8 milljörðum kr.
Heildarálagning almennra og sérstakra veiðigjalda fiskveiðiárið 2013/2014 nam 9,2 milljörðum kr.
Fiskistofa