Greiða 4,1 milljarð í veiðigjöld

Álagn­ing veiðigjalda við upp­haf fisk­veiðiárs 2014/​2015 nem­ur 4,1 millj­arði kr. Síðar verða lögð á veiðigjöld vegna út­hlutaðs afla­marks í deili­stofn­um og vegna afla í ókvóta­bundn­um teg­und­um. Loka­álagn­ing fer fram eft­ir lok fisk­veiðiárs­ins haustið 2015 og er því tal­an nú ekki sam­bæri­leg við heild­arálagn­ingu síðustu ára, seg­ir í til­kynn­ingu frá Fiski­stofu. 

Greiddu 3,6 millj­örðum minna í fyrra en árið á und­an

Á síðasta fisk­veiðiári greiddi út­gerðin 3,6 millj­örðum minna í veiðigjöld held­ur en árið á und­an.

Heild­arálagn­ing al­mennra og sér­stakra veiðigjalda fisk­veiðiárið 2012/​2013 nam 12,8 millj­örðum kr.

Heild­arálagn­ing al­mennra og sér­stakra veiðigjalda fisk­veiðiárið 2013/​2014 nam 9,2 millj­örðum kr.

Fiski­stofa

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert