Íslensk erfðagreining er að auka samstarfið við HÍ

Hús Íslenskrar erfðagreiningar.
Hús Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), segir að það sé síður en svo vísbending um að Íslensk erfðagreining sé að draga úr samstarfi við Háskóla Íslands að segja leigusamningi Reiknistofnunar HÍ hjá Íslenskri erfðagreiningu upp.

Fram kom í frétt hér í Morgunblaðinu í gær að ÍE hefði sagt Reiknistofnun HÍ upp leigusamningi og að Reiknistofnun myndi um næstu áramót flytja starfsemi sína að Neshaga 16.

„Þvert á móti erum við að auka samstarfið við Háskólann,“ segir Kári í Morgunblaðinu í dag. Við höfum mikinn áhuga á því að lífvísindafólkið úr Háskóla Íslands komi þarna inn til okkar, því við erum að vinna í samvinnu við allt þetta lífvísindafólk – í samvinnu sem hefur gengið mjög vel,“ sagði Kári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert