Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Sigurjóns Árnasonar, hóf ræðu sína í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag á því að fara yfir tímaskýrslu vegna vinnu sinnar fyrir Sigurjón. Sagðist hann hafa varið 2.200 vinnustundum í málið sem þýði að reikningur Sigurjóns sé kominn upp í 46 milljónir króna, fyrir utan virðisaukaskatt.
Fyrir hönd skjólstæðings síns gerði Sigurður þá kröfu að hann verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins en hann er ákærður fyrir markaðsmisnotkun.
Aðalmeðferðin heldur áfram og má búast við að Sigurður ljúki máli sínu síðdegis.