Jarðskjálfti sem mældist 5,3-5,4 stig varð í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni klukkan 11:16. Að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur, sérfræðings á jarðvársviði Veðurstofu Íslands, seig GPS mælirinn á Bárðarbungu um 15 sm við skjálftann.
Hún segir að skjálftinn hafi fundist á Akureyri en skjálftinn á upptök sín á svipuðum slóðum og flestir stóru skjálftanna undanfarnar vikur. Undanfarna viku hefur orðið talsverð aukning í skjálftavirkninni í og við norðanverðan Vatnajökul en flestir þeirra eru litlir.
Drunur heyrðust við Upptyppinga nokkru fyrir skjálftann og þykir því víst að þær tengist honum ekki.