Skjálfti upp á 5,4 stig

Jarðskjálfti sem mældist 5,3-5,4 stig varð í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni klukkan 11:16. Að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur, sérfræðings á jarðvársviði Veðurstofu Íslands, seig GPS mælirinn á Bárðarbungu um 15 sm við skjálftann.

Hún segir að skjálftinn hafi fundist á Akureyri en skjálftinn á upptök sín á svipuðum slóðum og flestir stóru skjálftanna undanfarnar vikur. Undanfarna viku hefur orðið talsverð aukning í skjálftavirkninni í og við norðanverðan Vatnajökul en flestir þeirra eru litlir.

Drunur heyrðust við Upptyppinga nokkru fyrir skjálftann og þykir því víst að þær tengist honum ekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert