Sturtuhausar sem spara vatn og kraftminni ryksugur eru meðal þess sem fyrirhuguð innleiðing nýrra tilskipana Evrópusambandsins um visthönnun mun leiða til á Íslandi.
Í frumvarpi um breytingar á lögum um visthönnun segir að markmiðið sé að „innleiða með tilhlýðilegum hætti tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins [...] um ramma til að setja fram kröfur varðandi visthönnun að því er varðar orkutengdar vörur“.
Söluaðili á pípulagningavörum segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að hertar kröfur um blöndunartæki muni senn koma enn skýrar fram.