Vill að þingmenn borði fyrir 248 krónur

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þingmaður Pírata vill að hráefniskostnaður í mötuneyti Alþingis vegna máltíðar hvers þingmanns verði lækkaður úr 550 krónum niður í 248 krónur.

Miðaði Jón Þór Ólafsson þar við þá upphæð sem fullyrt hefur verið að fjármálaráðuneytið geri ráð fyrir að hver máltíð kosti fjögurra manna fjölskyldu miðað við hvern fjölskyldumeðlim. Ráðuneytið hefur hafnað því að miðað sé við þá upphæð. Sagði hann þingmönnum hollt að kynnast þessu af eigin raun. Upplýsti hann að hann hefði sent forsætisnefnd eftirfarandi bréf:

„Er því eitthvað til fyrirstöðu að forsætisnefnd biðji eldhús þingsins um að hráefniskostnaður í hádegismat þingsins sé lækkaður úr 550 krónum í 248 krónur?“

Sagðist hann ekki eiga von á að tekið yrði undir tillöguna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert