65 milljarða ábati af sæstreng

Með sæstreng til Evrópu gætu Íslendingar náð enn meiri arðsemi …
Með sæstreng til Evrópu gætu Íslendingar náð enn meiri arðsemi af orkuauðlindum sínum í framtíðinni. mbl.is/ÞÖK

Árleg­ur ábati af lagn­ingu sæ­strengs milli Íslands og Bret­lands gæti numið allt að 420 millj­ón­um evra, jafn­v­irði um 65 millj­arða króna. Það jafn­gild­ir um 3,5% af lands­fram­leiðslu Íslands.

Þetta er niðurstaða kostnaðar- og ábata­grein­ing­ar sem ENTSO-E, Evr­ópu­sam­tök fyr­ir­tækja á sviði raf­orku­flutn­inga, hafa fram­kvæmt. Er streng­ur­inn tal­inn einn sá þjóðhags­lega hag­kvæm­asti í hópi yfir hundrað verk­efna sem koma helst til álita við upp­bygg­ingu raf­orku­kerfa í Evr­ópu á næstu tíu árum.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Viðskiptamogg­an­um í dag seg­ir Björg­vin Skúli Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri markaðs- og viðskiptaþró­un­ar­sviðs Lands­virkj­un­ar, að niðurstaðan af grein­ingu ENTSO-E gefi sterk­lega til kynna að Íslend­ing­ar gætu náð enn meiri arðsemi af orku­auðlind­um sín­um í framtíðinni.

„Það sem ligg­ur fyr­ir núna er að hefja viðræður við bresk stjórn­völd um hvort þau hafi áhuga á slík­um streng,“ seg­ir Björg­vin.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert